Gluggaviðgerð fyrir og eftir
Fyrir
Eftir
Leki frá útvegg varð þess valdandi að vatn komst undir parket og dúk, þannig að mygla og óværa myndaðist.
Flutt var úr húsnæðinu. Dúkur og parket fjarlægt og því fargað.
PS. Fyrir tveimur árum var gert við þessa útveggi og þeir málaðir.
Sá verktaki sem gerði það hefur ekki lagt mikla fagvinnu í verkið.
Léleg veðurkápa orsakar leka, þétting og viðgerð á kápu.
Óværa, sveppir, hreinsun forvarnir.
Spörtlun, málun með sérstakri aðferð.
Forvarnir, verklok.
Gert við helming af gafli hússins, notaðar voru sérstakar vinnsluaðferðir, vatnsþétt vegna leka ofl.
Þak endurneglt, (þakplötur). Kíttað með þakgluggum, Loftrás aukin á þaki. Þakrennur hreinsaðar og þær stilltar, þannig að vatnsrennsli verði rétt. Gert við þakkanta og þeir styrktir. Net sett í göt til varnar varpfuglum. Allir gluggar endurkíttaðir og málaðir bæði utan og innan.
Gert við steinfleti við inngang í húsið og þeir málaðir.
BioClean varnir gegn örverum á þakglugga, loftklæðningu og geymslurými í þaki. Þakgluggar hreinsaðir að innan, slípaðir og lakkaðir. Loftplata einangruð með steinull. Skipt um lamir á eldhúsinnréttingu og hurðir endurstilltar. Parket pússað upp og lakkað. Límkítti í raufar í parketi, parkettröppur límdar í stofu. Gert við steinveggi í anddyri og stofu og þeir málaðir. Steinsólbekkur í stofu festur. Bílskúrshurð hreinsuð, grunnvarin, máluð og stillt af. Svalagólf vatnsþétt við niðurföll. Þröskuldar lagfærðir, innihurðir fínstilltar ásamt ýmsu fleiru.