Árið 2009 tók fyrirtækið að sér að gera við og endurbæta fasteignina.
Þak var endurneglt, skipt um gluggakarma, gler og opnanleg fög. Skipt um útidyrahurðir.
Steypu- og múrviðgerðir. Tröppur og gólf flotuð. Hellulagt. Sett upp ný handrið. Drenlögn hreinsuð. Grafið var frá sökkli, hann hreinsaður og styrktur. Steinfletir málaðir og vatnsvarðir. Húsið var í góðu ástandi í október 2014 fimm árum eftir viðgerð.